Hollustu kókoskúlurnar

Þessar kókoskúlur eru svo ljúffengar að börnin lygna aftur augunum þegar þau gæða sér á þeim í eftirmat. Við elskum sniðug og lagskipt nestisbox og þetta á myndinni fundum við á Amazon.

Svona er uppskriftin nokkurn veginn:

  • 225 g döðlur (1x poki Himneskt frá Sollu)
  • 250 g þurrkaðar apríkósur (1x poki Himneskt frá Sollu)
  • 150 g ósaltaðar kasjúhnetur (1x poki Himneskt frá Sollu)
  • 150 g möndlur (1x poki Himneskt frá Sollu)
  • 100 g haframjöl
  • 100 g kókosmjöl
  • 3 msk kókosolía (brædd í vatnsbaði)
  • 3 msk hnetusmjör
  • 4 msk hreint kakóduft. + kókosmjöl til að velta upp úr.

 

Allt sett í matvinnsluvél og blandað vel – börnin elska að setja hráefnið í vélina og ýta á takkann. Gæti þurft að bæta smá kókosolíu/vatni þangað til deigið hangir vel saman. Hnoðið kúlurnar í ca munnbita og veltið upp úr kókosmjölinni. Kælið og frystið etv. afgang.

Deila uppskrift: