Drekasúpa

Strákarnir mínar elskuðu þessa súpu þegar þeir voru litlir. Við kölluðum hana drekasúpu því engiferið í henni rífur vel í bragðlaukana og hálsinn; tilfinningin við að drekka súpuna verður eins og að spúa eldi ef maður getur ímyndað sér hvernig það er. Uppskriftin er fengin úr bókinni Raw Food/Real World og hefur lítillega verið breytt hér.

HRÁEFNI

  • 4 pokar gulrætur, flysjaðar og endar skornir af 
  • 4 cm engiferbútur sett í safapressu 
  • 1 avókadó
  • 3 límónur, kreistar 
  • 2 msk hunang (eða agave sýróp) 
  • Cayenne á hnífsoddi  
  • 1/2 tsk salt

AÐFERÐ

Gulrætur og engifer sett í safapressu og svo allt sett í blandara ásamt restinni í u.þ.b. 1 mínútu. Upplagt að endurnýta glerflöskur (t.d. af tómatsósu) og setja afganginn í þær til að njóta næsta dag.

Deila uppskrift: